Portman styður börnin í einu og öllu

Hjónin Natalie Portman og Benjamin Millepied.
Hjónin Natalie Portman og Benjamin Millepied. AFP

Danshöfundurinn og dansarinn Benjamin Millepied sagði í viðtali við Us Weekly að hann og eiginkona hans leikkonan Natalie Portman muni styðja börn sín hyggist þau leggja skemmtanabransann fyrir sig í framtíðinni. 

„Ég er alltaf til staðar til að styðja þau og leiðbeina þeim með alla þá reynslu sem ég hef, án þess að vera of ýtinn. Mamma mín pressaði ekki á mig sem dansari og ég vil gera það þannig. Vonandi get ég undirbúið þau eins vel og ég get svo þau nái langt og verði hamingjusöm,“ sagði Millepied. 

Millepied og Portman vinna bæði innan skemmtanabransans. Þau eiga tvö börn saman, þau Aleph 8 ára og Amaliu 2 ára. „Mér finnst við Benjamin svo heppin að hafa fundið ástríðu okkar mjög ung. Það er það besta sem maður getur vonað, fyrir hvaða barn sem er að finna ástríðu fyrir einhverju og hafa tækifæri til að fylgja því eftir. Mér finnst það algjör draumur,“ bætti Portman við. 

Hjónin giftu sig árið 2012, einu ári eftir að þau eignuðust sitt fyrsta barn. Þau segja að það geti verið erfitt að halda rómantíkinni á lofti, reka heimili og sinna störfum sínum í skemmtanabransanum. 

mbl.is