Heita óþekku börnin þetta?

Ætli þessi strákur sé óþekkur og heiti Jack?
Ætli þessi strákur sé óþekkur og heiti Jack? mbl.is/Colourbox

Hversu hlýðin börn eru hefur líklega minnst með nöfn þeirra að gera. Þrátt fyrir það var gerð könnun á meðal kennara, foreldra og barna í Bretlandi þar sem skoðað var meðal annars hvaða nöfn fólk tengdi helst við óþekkt. Stundum er talað um að nöfn lýsi fólki vel en í könnuninni komu nöfnin Jack og Mia ekki nógu vel út að því fram kemur á vef Mirror. 

Ekki var samhljómur á meðal barna annars vegar og fullorðna hins vegar. Stúlkur með nafnið Mia voru taldar vera óþekkastar af fullorðnu fólki en börn töldu hins vegar stelpur með nafnið Emily vera óþekkastar. 

Óþekkt og gáfur fara greinilega ekki saman í hugum margra en Jack og Mia komu einnig afar illa út þegar kom að gáfnafari. 

Hér má sjá fimm stráka- og stúlknanöfn sem voru helst tengd við óþekkt. Fyrir neðan má einnig sjá fimm stráka- og stúlknanöfn sem helst voru tengd við hlýðni. Gaman er að velta fyrir sér hvaða íslensku mannanöfn kæmu helst til greina. 

Óþekkir strákar: 

1. Jack
2. Harry
3. Charlie
4. Oliver
5.George

Leikarinn og tónlistarmaðurinn Jack Black ber nafnið Jack. Ætli hann …
Leikarinn og tónlistarmaðurinn Jack Black ber nafnið Jack. Ætli hann hafi verið óþekkur? AFP

Óþekkar stúlkur:

1. Mia
2. Ella
3. Isabella
4. Amelia
5. Sophia

Stilltir strákar:

1. Arthur
2. Noah
3. Oscar
4. Muhammad
5. Leo

Stilltar stúlkur: 

1. Isla
2. Ava
3. Grace
4. Olivia
5. Emily

mbl.is