Sonur Jóhönnu Guðrúnar og Davíðs fékk nafn

Davíð og Jóhanna Guðrún eiga tvö börn en þau giftu …
Davíð og Jóhanna Guðrún eiga tvö börn en þau giftu sig fyrir ári. ljósmynd/Helgi Ómarsson

Sonur tónlistarhjónanna Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur og Davíðs Sigurgeirssonar fékk nafn um helgina. Sonurinn fékk nafnið Jón Geir að því er fram kemur á Instagram-síðu Jóhönnu Guðrúnar. Fyrir eiga hjónin eina dóttur. 

Jóhanna Guðrún er Jónsdóttir og Davíð er Sigurgeirsson svo ekki er ólíklegt að drengurinn heiti eftir báðum öfum sínum. Jón Geir litli kom í heiminn síðasta sumar en hjónin giftu sig í september í fyrra. 

View this post on Instagram

Jón Geir fékk nafnið sitt í dag ❤️🙏🏻

A post shared by Yohanna - Jóhanna Guðrún (@yohannamusic) on Oct 27, 2019 at 2:18pm PDT

mbl.is