Dóttir Bradley Cooper stal senunni

Bradley Cooper mætti með dóttur sína Leu De Seine Shayk ...
Bradley Cooper mætti með dóttur sína Leu De Seine Shayk Cooper. AFP

Allra augu voru á tveggja ára gamalli ljóshærðri hnátu á verðlaunaathöfn í Bandaríkjunum um helgina. Stúlkan, sem heitir Lea De Seine Shayk Cooper, sat stillt í fanginu á föður sínum, kvikmyndastjörnunni Bradley Cooper. 

Cooper og barnsmóðir hans, rússneska ofurfyrirsætan Irina Shayk, hættu saman í júní og mætti Cooper því einn síns liðs með dóttur sína þegar Dave Chappelle hlaut hin árlegu Mark Twain-verðlaun fyrir bandarískan húmor í Washington. 

Leikarinn er ólíkt mörgum stjörnum ekki á Instagram og barnsmóðir hans er ekki vön að birta myndir af dóttur þeirra á samfélagsmiðlum. Það er því ekki oft sem aðdáendur Cooper og Shayk fá að sjá litlu stúlkuna. 

Litla stúlkan var í fanginu á föður sínum, Bradley Cooper.
Litla stúlkan var í fanginu á föður sínum, Bradley Cooper. AFP
mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu