Dóttir Bradley Cooper stal senunni

Bradley Cooper mætti með dóttur sína Leu De Seine Shayk …
Bradley Cooper mætti með dóttur sína Leu De Seine Shayk Cooper. AFP

Allra augu voru á tveggja ára gamalli ljóshærðri hnátu á verðlaunaathöfn í Bandaríkjunum um helgina. Stúlkan, sem heitir Lea De Seine Shayk Cooper, sat stillt í fanginu á föður sínum, kvikmyndastjörnunni Bradley Cooper. 

Cooper og barnsmóðir hans, rússneska ofurfyrirsætan Irina Shayk, hættu saman í júní og mætti Cooper því einn síns liðs með dóttur sína þegar Dave Chappelle hlaut hin árlegu Mark Twain-verðlaun fyrir bandarískan húmor í Washington. 

Leikarinn er ólíkt mörgum stjörnum ekki á Instagram og barnsmóðir hans er ekki vön að birta myndir af dóttur þeirra á samfélagsmiðlum. Það er því ekki oft sem aðdáendur Cooper og Shayk fá að sjá litlu stúlkuna. 

Litla stúlkan var í fanginu á föður sínum, Bradley Cooper.
Litla stúlkan var í fanginu á föður sínum, Bradley Cooper. AFP
mbl.is