Pippa nýtti óhefðbundnar lækningar

Pippa Matthews með óléttukúluna í júlí í fyrra. Nú er …
Pippa Matthews með óléttukúluna í júlí í fyrra. Nú er sonur hennar eins árs. AFP

Pippa Matthews, litla systir Katrínar hertogaynju, á eins árs gamlan son. Pippa skrifar í nýjum pistli fyrir tímarit Waitrose-verslunarkeðjunnar að því er fram kemur á vef People að hún hafi fundið mikinn mun á syni sínum eftir að hún hóf að fara með hann í höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð. 

Pippa segist hafa byrjað að fara með Arthur son sinn til osteópata í höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð þegar sonur hennar var sjö mánaða. Fljótlega eftir að sonur hennar kom í heiminn fór hún að heyra mæður tala jákvætt um meðferðina. Hún segir skorta vísindalegar sannanir en þrátt fyrir það hafi þetta reynst henni og syni hennar vel. 

Pippa segir vinsælt að fara með ungabörn í meðferðir sem þessar ef fæðingin hafi verið erfið, börnin eru óróleg eða eiga erfitt með svefn. Hún segir markmiðið meðal annars vera að heila, róa, bæta svefn, meltingu og líkamsstöðu með því að koma við höfuð og líkama barnanna. 

„Ég var heilluð þegar ég sá hversu róaandi þetta var fyrir hann en líka hversu mikils virði endurgjöfin var,“ skrifaði Pippa. „Osteópatinn tók eftir því að önnur hlið háls hann var hertari en hin sem útskýrði af hverju hann kaus að sofa á annarri hliðinni. Hún sá einnig að hendur hans voru sterkari en fætur hans svo að hún gaf mér æfingar til þess að hjálpa honum.“

mbl.is