Ricky Martin eignaðist fjórða barnið með manni sínum

Jwan Yosef og Ricky Martin eiga stóra fjölskyldu.
Jwan Yosef og Ricky Martin eiga stóra fjölskyldu. mbl.is/AFP

Söngvarinn Ricky Martin og eiginmaður hans, Jwan Yousef, eignuðust son á dögunum. Um er að ræða fjórða barn Martins. Martin átti tvö börn áður en þeir Yousef gengu í hjónaband í ársbyrjun 2017.  

Tónlistarmaðurinn eignaðist tvíburastráka með hjálp staðgöngumóður árið 2008. Yngri tvö börnin komu einnig í heiminn með hjálp staðgöngumóður. Hjónin eignuðust dóttur í lok árs 2018 og nú á dögunum kom sonur í heiminn sem fékk nafnið Renn. 

View this post on Instagram

Nuestro hijo Renn Martin-Yosef ha nacido. #elbebéhanacido

A post shared by Ricky (@ricky_martin) on Oct 29, 2019 at 3:48pm PDTmbl.is