16 ára og alveg eins og mamma sín

Mæðgurnar Catherine Zeta-Jones og Carys Zeta Dauglas sitja saman fyrir …
Mæðgurnar Catherine Zeta-Jones og Carys Zeta Dauglas sitja saman fyrir í auglýsingu Fendi. skjáskot/Instgram

Mæðgurnar Catherine Zeta-Jones og Carys Zeta Douglas njóta sín saman í nýrri herferð Fendi. Hin 16 ára gamla Douglas orðin nokkuð lík móður sinni. Að minnsta kosti þegar þær eru klæddar í svipuð föt.  

Carys Zeta Douglas er yngra barn leikkonunnar og eiginmanns hennar, leikarans Michael Douglas. Saman eiga þau einnig soninn Dylan Douglas sem er fæddur árið 2000. 

Það er augljóst að Carys er dóttir foreldra sinna enda virðist henni líða afar vel fyrir framan myndavélina. Mæðgurnar hafa báðar birt myndir úr myndatökunni sem fram fór í Róm á Instagram-síðum sínum. 

Börn þeirra Zetu-Jones og Douglas hafa alltaf verið þekkt. Það var meira að segja talað um börnin áður en þau urðu til. „Ég vil feðra börn þín,“ á Douglas að hafa sagt við Zetu-Jones stuttu eftir að þau hittust fyrst í Frakklandi árið 1998. 

View this post on Instagram

Dancing through the summer ❤️ @fisforfendi @fendi #MeandMyPeekaboo #FendiPeekaboo

A post shared by CZD (@carys.douglas) on Oct 30, 2019 at 12:24pm PDT

 

 
mbl.is