„Hún er 15 ára“

Evan Rachel Woods, Millie Bobby Brown og Paris Hilton.
Evan Rachel Woods, Millie Bobby Brown og Paris Hilton. Samsett mynd

Leikkonunni Evan Rachel Woods var nóg boðið þegar hótelerfinginn Paris Hilton skrifaði þá athugasemd um leikkonuna Millie Bobby Brown að hún væri heit. 

Athugasemdina skrifaði Hilton á Instagram við mynd sem Brown setti inn af sjálfri sér í hlébarðakjól. Woods svaraði athugasemdinni og benti hótelerfingjanum á að Brown væri 15 ára. 

Brown skaust upp á stjörnuhimininn fyrir hlutverk sitt í þáttunum Stranger Things þar sem hún túlkaði persónuna Eleven. Líkt og áhorfendur Stranger Things vita fjalla þættirnir um hugrakka og fróðleiksfúsa krakka.

Viðbrögðin við athugasemd Woods voru blendin, sumir voru tóku undir með henni og sögðu athugasemd Hilton óviðeigandi um 15 ára gamalt barn. Aðrir kölluðu Woods reiðan femínista. 

mbl.is