Gáfu nemendum óvart upp kynlífslínu-númer

Símanúmerið var vitlaust.
Símanúmerið var vitlaust. Ljósmynd/Colourbox

Grunnskóli í Kaliforníu í Bandaríkjunum gaf í misgáningi út númer kynlífslínu í staðin fyrir sjálfsvígshjálparsíma. 

Aftan á nemendakortum skólabarnanna var listi yfir neyðarnúmer og þar á meðal átti að vera símanúmer hjá sjálfsvígshjálparsíma. Ruglingurinn uppgötvaðist ekki fyrr en ung stúlka hringdi í númerið og var í áfalli þegar svarað var með dónalegum orðum.

Móðir stúlkunnar hafði samband við skólann og lét vita af númeraruglingnum. Skólinn hefur sent frá sér tilkynningu og beðist afsökunar. „Seinni partinn vorum við látin vita að vitlaust símanúmer er aftan á nemendakortunum fyrir sjálfsvígshjálparsímann. Tveir stafir víxluðust í símanúmerunum. Símanúmerið aftan á kortunum er í raun kynlífslína.

Nemendaskírteinið sem nemendur fengu.
Nemendaskírteinið sem nemendur fengu. skjáskot
mbl.is