Svona líta frægustu tvíburar heims út í dag

Hér má sjá tvíburasysturnar Lisu og Louise Burns í kvikmyndinni …
Hér má sjá tvíburasysturnar Lisu og Louise Burns í kvikmyndinni The Shining. Ljósmynd/Imdb

Tvíburasysturnar úr The Shining eru á meðal frægustu tvíbura kvikmyndasögunnar. Í ár eru liðin 39 ár síðan að mynd Stanley Kubrick eftir sögu Stephen King, The Shining, kom út. Tvíburasysturnar sem léku í myndinni hafa aðeins elst en þær Lisa og Louise Burns voru aðeins 12 ára þegar þær hrepptu hlutverk systranna. 

Það eru margir sem horfa á myndina á þessum árstíma en þær Lisa og Louise Burns sem eru nú 51 árs lifa enn á fornri frægð. Systurnar eru eineggja tvíburar og halda úti Instagram-síðunni The Shining Twins. Má þar sjá skemmtilegar myndir af þeim systrum á fullorðinsárum. Þær hafa aðeins elst en eru enn frekar líkar eins og sjá má á myndunum hér að neðan. 

View this post on Instagram

Thanks to @justinaversano for taking this on a glorious summers day ! Its become a favourite of ours. ❤

A post shared by The OFFICIAL Shining Twins (@the_shining_twins) on Jun 29, 2019 at 1:15pm PDT

View this post on Instagram

Met the charming and funny Charlie Sheen at #woh

A post shared by The OFFICIAL Shining Twins (@the_shining_twins) on Apr 14, 2019 at 9:16am PDT
mbl.is