Systir stórstjörnu á von á stúlku aðens 17 ára

Zayn Malik er töluvert eldri en systir sín sem á …
Zayn Malik er töluvert eldri en systir sín sem á nú von á barni á unglingsaldri. AFP

One Direction-stjarnan fyrrverandi Zayn Malik er orðinn 26 ára og hættur með ofurfyrirsætunni Gigi Hadid. Lífið virðist leika aðeins betur við 17 ára gamla systur hans sem á nú von á barni og hefur gengið í heilagt hjónaband. 

Hin 17 ára gamla Safaa Malik gekk í hjónaband fyrir mánuði síðan með manni að nafni Martin Tiser. Nú hefur nú greint frá óléttu sinni að því fram kemur á slúðurmiðlinum The Sun. Breskir miðlar greina frá steypiboði systur stórstjörnunnar þar sem kemur fram að hún eigi von á stúlkubarni og er hún komin með nokkuð myndarlega kúlu. 

Systir söngvarans var nýorðin 17 ára þegar hún gifti sig og því virðist sem hún sé að flýta sér töluvert meira en stóri bróðirinn frægi. Svona að minnsta kosti þegar kemur að því að stofna fjölskyldu. 

Gigi Hadid og Zayn Malik voru lengi sundur og saman.
Gigi Hadid og Zayn Malik voru lengi sundur og saman. AFP
mbl.is