Hárið á syninum alltof sítt?

Sonur Kourtney kardashian er með sítt hár.
Sonur Kourtney kardashian er með sítt hár. Samsett mynd

Á dögunum birti raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian mynd af börnum sínum á Instagram, þar á meðal Reign, síðhærðum syni sínum sem verður fimm ára í desember. Reign er með mjög sítt hár og var einum aðdáanda Kardashian nóg boðið og sagði að stjarnan þyrfti að klippa hár hans. 

„Í alvöru hún verður að klippa hár hans,“ skrifaði kona í athugasemd við myndasyrpu Kardashian. Elsta Kardashian-systirin var ekki par hrifin af athugasemd konunnar og svaraði fyrir sig. 

„Hún verður að hætta að hafa áhyggjur af börnum sem eru ekki hennar. Hann er hamingjusamur strákur,“ sagði þriggja barna móðirin sem veit greinilega alveg hvað hún er að gera í móðurhlutverkinu og hefur ekki áhyggjur af velferð sonar síns. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sítt hár drengsins fer í taugarnar á ókunnugu fólki. Í nóvember í fyrra voru lokkar drengsins einnig gagnrýndir að því fram kemur á vef People en þá sleppti Kardashian að svara fyrir sig. 

View this post on Instagram

A weekend away.

A post shared by Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) on Oct 27, 2019 at 11:21am PDTmbl.is