Svona slakar fjölskylda Vilhjálms og Katrínar á

Hjónin Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja eiga þrjú börn.
Hjónin Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja eiga þrjú börn. AFP

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja eru kannski að bíða eftir því að verða kóngur og drottning en á meðan eyða þau tíma sínum eins og ósköp venjuleg hjón með þrjú börn. Fjölskyldunni finnst meðal annars gott að skreppa upp í „bústað“ þegar þau eiga frí að því er fram kemur á vef Us Weekly. 

Heimildamaður segir að fjölskyldan elski að fara til Anmer Hall en það er sveitasetur fjölskyldunnar. Þar gera þau venjulega hluti eins og horfa á sjónvarpið, grilla og spila fótbolta. „Þrátt fyrir bakgrunninn eru Vilhjálmur og Katrín ótrúlega jarðbundin,“ sagði heimildamaðurinn. 

Vilhjálmur og Katrín eiga þau Georg sem er sex ára, Karlottu sem er fjögurra ára og Lúðvík sem er eins árs. Þrátt fyrir að börnin rífist stundum um ómerkilega hluti eins og dót eða um sjónvarpsefni segir heimildamaðurinn að Katrín væri alveg til í fjóra barnið. 

„Þegar kemur að persónuleika þeirra eru þau mjög ólík. Karlotta er mjög sjálfsörugg og elskar athygli á meðan Georg heldur sig meira til hlés en hann er reyndar að koma út úr skelinni.“

mbl.is