„Ólst upp“ með dóttur sinni

Þær mæðgur Suri Cruise og Katie Holmes fyrr á þessu …
Þær mæðgur Suri Cruise og Katie Holmes fyrr á þessu ári. mbl.is/skjáskot

Leikkonan Katie Holmes segir að hún hafi hálfpartinn alist upp með dóttur sinni. Holmes var 27 þegar hún átti sitt fyrsta barn, dótturina Suri, með þáverandi eiginmanni sínum Tom Cruise.

Hin fertuga Holmes segir í viðtali við breska Elle að hún sé mjög ánægð með að hún hafi orðið móðir á þrítugsaldrinum. „Aldur okkar hefur passað mjög vel saman. Hvernig get ég úskýrt þetta? Öll þroskaskeið hennar hafa passað vel við aldur minn. Við ólumst hálfpartinn upp saman.

Holmes og Cruise skildu þegar dóttir þeirra Suri var sex ára gömul. Þær mæðgur búa nú saman í New York-borg í Bandaríkjunum. Suri er að öllu leyti í umsjón móður sinnar en sagt er að faðir hennar, stórleikarinn Tom Cruise, megi ekki hitta hana trúar sinnar vegna. Hann er í Vísindakirkjunni en dóttir hans ekki. 

mbl.is