Foreldrahlutverkið jafngildir 42.759 „burpees“

Burpees reyna vel á allan líkamann en foreldrahlutverkið gerir það …
Burpees reyna vel á allan líkamann en foreldrahlutverkið gerir það líka. mbl.is/Thinkstpckphotos

Á stóru heimili tekur það sinn tíma að sinna börnum og ekki er alltaf tími til að skjótast í ræktina. Það getur þó verið óþarfi að vera með samviskubit yfir því að þurfa að forgangsraða þannig að ræktin sitji á hakanum enda brenna foreldrar fjöldanum öllum af kaloríum í uppeldinu og við heimilisstörfin. 

Foreldrar brenna allt að 1.479 kaloríum á dag en það jafngildir því að gera 42.758 burpees-æfingar á mánuði að því fram kemur á vef Women's Health

Byggja þessar reikniniðurstöður á könnun á eitt þúsund foreldrum með börn á aldrinum þriggja til sex ára. Inni í formúluna var reiknað hvað það tekur langan tíma að gera húsverk á borð við elda, þrífa, búa um rúmið, þvo þvott og versla í matinn. Einnig var ummönnun barna tekin inn í myndina eins og það að halda á börnum, leika við þau sem og að baða, klæða og fæða þau.  

Það að vera foreldri er vinna.
Það að vera foreldri er vinna. Ljósmynd/Thinkstockpotos
mbl.is