Dóri DNA svæfir á 2 mínútum og kallar það uppeldi

Dóri DNA á þrjú börn.
Dóri DNA á þrjú börn. mbl.is/Árni Sæberg

Það kannast margir foreldrar við það að eiga í erfiðleikum með svæfa börn sín. Skáldið og uppistandarinn Halldór Halldórsson, eða Dóri DNA eins og hann er stundum kallaður, kannast hins vegar ekki við þetta vandamál. „Ég á þrjú börn. Eftir 9 mánaða aldur hef ég aldrei þurft að eyða meira en 2 mínútum í að svæfa neitt þeirra,“ tísti Dóri í vikunni. 

Nú eru líklega margir foreldrar sem öfunda Dóra. Þegar Dóri er spurður hvort að það sé konan hans sem svæfi segir hann ekki svo vera. Börnin sofna bara sjálf. Lýsir hann þessu sem uppeldi. „Nú ferð þú að sofa.. eitt lag sungið. Bæ bæ.“

Margir þjóðþekktir foreldrar hafa þó ekki sömu sögu að segja eins og kemur í ljós í athugasemdum við færslu Dóra. 

Uppistandarinn Ari Eldjárn tjáði sig um sína reynslu. 

„2,5 klst í gær. Á mánuði = 70 klst. Öskur trúðsins í nóttinni.“

Ráðherrann Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ánægð fyrir hönd Dóra en varar Dóra við buguðum foreldrum. 

Næhæs! Það er samt smá eins og þú sért að biðja um að vera skallaður af buguðu foreldri á morgun. En þá bara: eitt lag sungið, bæ bæ,“ tísti Dóri. 

„Hey, þetta get ég, en ég myndi streða við að vera dómsmálaráðherra,“ svaraði Dóri. „Sorry, ferðmál, iðnaðar og nýsköpunar var aðeins og langt í eitt tweet.“mbl.is