Vilhjálmur dauðþreyttur faðir

Vilhjálmur með Lúðvík prins ásamt Katrínu sumarið 2019.
Vilhjálmur með Lúðvík prins ásamt Katrínu sumarið 2019. AFP

Vilhjálmur Bretaprins viðurkenndi á dögum að það að eiga þrjú ung börn reynir mikið á. Hann segist fá lítinn tíma fyrir sjálfan sig og er mjög þreyttur. Vilhjálmur er semsagt bara ósköp venjulegur faðir þrátt fyrir að verða kóngur einn daginn. 

Vilhjálmur svaraði á þessa leið þegar tónlistargoðsögnin Eric Clapton spurði Vilhjálm að því á galakvöldi í London hvort hann hefði mikinn tíma fyrir áhugamál sín að því fram kemur á vef Hello. 

„Það er erfitt að fá frítíma með börn,“ sagði Vilhjálmur. „Allur frítími minn fer í það að sofa.“

Vilhjálmur og eiginkona hans, Katrín hertogaynja, eiga þrjú börn sem öll eru sex ára eða yngri. Georg prins varð sex ára í sumar, Karlotta prinsessa varð fjögurra ára í vor og Lúðvík litli varð eins árs í apríl. Ekki von að Vilhjálmur sé þreyttur. 

Vilhjálmur með eldri börnum sínum, Georgi og Karlottu.
Vilhjálmur með eldri börnum sínum, Georgi og Karlottu. AFP
mbl.is