Átta ára stal senunni eins og Björk

Hin átta ára gamla Willow í einhyrningskjól sem minnti á …
Hin átta ára gamla Willow í einhyrningskjól sem minnti á svanakjól Bjarkar. Samsett mynd

Söngkonan Pink mætti með fjölskyldu sína á People's Choice Awards á sunnudaginn. Segja má að átta ára gömul dóttir hennar, Willow, hafi stolið senunni í kjól sem minnti á svanakjól Bjarkar Guðmundsdóttur. 

Björk klæddist svanakjólnum eftirminnilega á Óskarsverðlaununum árið 2001. Innblásturinn að kjól Willow kom klárlega frá kjól Bjarkar en kjóllinn var þó ekki alveg eins. Í stað svans var Willow með einhyrning. 

Kjóll Willow var einn sá skemmtilegast á verðlaunahátíðinni. Faðir hennar og litli bróðir voru í svörtum jakkafötum og móðir hennar í svartri buxnadragt. Það lítur greinilega út fyrir að hún hafi fengið fatasmekk sinn frá einhverjum öðrum en foreldrum sínum. 

Pink mætti eiginmanni sínum Carey Hart og börnunum Willow Sage …
Pink mætti eiginmanni sínum Carey Hart og börnunum Willow Sage Hart og Jameson Moon Hart á People's Choice Awards 2019. AFP
Björk Guðmundsdóttir í hinum ógleymalega svanakjól.
Björk Guðmundsdóttir í hinum ógleymalega svanakjól. FRED PROUSER
mbl.is