Átta ára stal senunni eins og Björk

Hin átta ára gamla Willow í einhyrningskjól sem minnti á ...
Hin átta ára gamla Willow í einhyrningskjól sem minnti á svanakjól Bjarkar. Samsett mynd

Söngkonan Pink mætti með fjölskyldu sína á People's Choice Awards á sunnudaginn. Segja má að átta ára gömul dóttir hennar, Willow, hafi stolið senunni í kjól sem minnti á svanakjól Bjarkar Guðmundsdóttur. 

Björk klæddist svanakjólnum eftirminnilega á Óskarsverðlaununum árið 2001. Innblásturinn að kjól Willow kom klárlega frá kjól Bjarkar en kjóllinn var þó ekki alveg eins. Í stað svans var Willow með einhyrning. 

Kjóll Willow var einn sá skemmtilegast á verðlaunahátíðinni. Faðir hennar og litli bróðir voru í svörtum jakkafötum og móðir hennar í svartri buxnadragt. Það lítur greinilega út fyrir að hún hafi fengið fatasmekk sinn frá einhverjum öðrum en foreldrum sínum. 

Pink mætti eiginmanni sínum Carey Hart og börnunum Willow Sage ...
Pink mætti eiginmanni sínum Carey Hart og börnunum Willow Sage Hart og Jameson Moon Hart á People's Choice Awards 2019. AFP
Björk Guðmundsdóttir í hinum ógleymalega svanakjól.
Björk Guðmundsdóttir í hinum ógleymalega svanakjól. FRED PROUSER
mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu