Kourtney stígur til hliðar í KUWTK til að sinna börnum sínum

Kourtney Kardashain stígur til hliðar.
Kourtney Kardashain stígur til hliðar. AFP

Raunveruleikaþáttastjarnan Kourtney Kardashian ætlar að draga sig til hlés í raunveruleikaþáttum fjölskyldunnar, Keeping Up With The Kardashians (KUWTK), til að sinna börnum sínum þremur, Mason, Penelope og Reign.

„Ég ákvað bara að eyða meiri tíma í að vera mamma og eyða orkunni minni frekar þar. En ég er ekki að kveðja þættina,“ sagði raunveruleikaþáttastjarnan í viðtali á Entertainment Tonight.

Kourtney hefur komið fram í öllum þáttaröðum KUWTK til þessa, en tökur standa nú yfir á 18. þáttaröðinni.

Systur hennar Kim og Khloé segja að þættirnir muni halda áfram án Kourtney en að þær muni sakna hennar. Þær telja þó ekki að Kourtney sé horfin úr þáttunum að eilífu.

„Við elskum Kourtney og við munum sakna hennar, sama hvað hún ákveður að gera. En fólk kemur og fer stöðugt í þessari fjölskyldu. Okkur líður eins og þetta sé hringhurð þannig að Kourtney fer kannski í þessari viku, en hún kemur aftur,“ sagði Khloé.

mbl.is