Er Archie að verða stóri bróðir?

Er Archie að verða stóri bróðir?
Er Archie að verða stóri bróðir? AFP

Harry Bretaprins hefur greint frá því að hann vilji eignast tvö börn með eiginkonu sinni, Meghan hertogaynju. Harry ræddi við breska tveggja barna móðir á dögunum og var mjög forvitinm um líf hennar með tvö börn. Spyrja sig nú sumir að því hvort hinn sex mánaða gamli Archie sé að verða stóri bróðir?

Á vef Daily Mail kemur fram að Susie Stingellow hafi hitt Harry og Meghan þegar hertogahjónin hittu herfjölskyldur í síðustu viku. 

„Harry var mjög áhugasamur um það hvernig það væri að vera líka með barn númer tvö af því við eigum báðar eldri börn,“ sagði Singellow um það sem hún og önnur tveggja barna móðir talaði við prinsinn. „Við hvöttum hann til þess að eignast annað barn.“

Harry og Meghan voru því ekki lengi að stofna fjölskyldu en Archie kom í heiminn rétt rúmu ári eftir að þau giftu sig. Þrátt fyrir að Archie sé ekki nema sex mánaða virðast hjónin að minnsta kosti vera að hugsa um barn númer tvö. 

mbl.is