Kutcher og Kunis gera börnin arflaus

Ashton Kutcher og Mila Kunis gera börnin arflaus.
Ashton Kutcher og Mila Kunis gera börnin arflaus. mbl

Leikarahjónin Ashton Kutcher og Mila Kunis ætla ekki að láta börn sín erfa öll sín auðæfi. Kutcher og Kunis eiga tvö börn, þau Wyatt Isabelle 5 ára og Dimitri Portwood 3 ára. 

Kutcher sagði hlaðvarpsþáttum Dax Shepard, Armchair Experts, að hann ætlaði ekki að stofna sparireikninga fyrir börn sín. „Börnin mín eru fordekruð nú þegar og þau hafa ekki hugmynd um það,“ sagði Kutcher. 

„Ég ætla ekki að gera sparireikninga. Við ætlum frekar að leggja peningana okkar til góðra málefna og í styrktarsjóði,“ sagði Kutcher. Hann sagði að þó þau ætluðu ekki að láta börnin sín erfa fjall af peningum þá ætluðu þau að aðstoða þau við að stofna fyrirtæki eða undirbúa framtíð sína með einum eða öðrum hætti. 

„Ef börnin mín vilja stofna fyrirtæki og eru með góða viðskiptaáætlun, þá fjárfesti ég í því. En þau fá ekki stóra sparisjóði,“ sagði Kutcher. 

Auðæfi Kutcher eru metin á 200 milljónir bandaríkjadala en Kunis á 65 milljónir.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hjónin komast í fréttir fyrir að neita börnum sínum um peninga. Í viðtali árið 2017 sagði Kunis að þau hafi hætt að gefa börnum sínum jólagjafir og sögðu þau fá alltof mikið af gjöfum. 

„Strákurinn kann ekki lengur að meta gjafir. Hann veit ekki einu sinni hvað hann langar í, hann langar bara í eitthvað,“ sagði Kunis.

mbl.is