Vissi ekki að hún væri ólétt fyrr en í fæðingunni

Litla fjölskyldan.
Litla fjölskyldan. Skjáskot/Instagram

Ástralska fyrirsætan Erin Langmaid hafði ekki hugmynd að hún væri ólétt fyrr en hún fæddi dóttur sína á baðherberginu heima hjá sér. 

Langmaid gekk níu mánuði með dóttur sína og kom hún í heiminn 29. október síðastliðinn. Langmaid sagði í viðtali við 7 News að hún hafi ekki vitað að hún væri ólétt og það sást ekkert á henni. 

„Ég var ekki með kúlu, augljóslega því ég komst í öll fötin mín. Þetta var bara mjög skrítið,“ sagði hin 23 ára gamla fyrirsæta. Hún segir að henni hafi liðið illa og farið á klósettið. Á aðeins tíu mínútum hafði hún fætt stelpuna, en kærastinn hennar Daniel Carty tók á móti dóttur þeirra. 

Langmaid rúmum 3 vikum áður en hún fæddi dóttur sína.
Langmaid rúmum 3 vikum áður en hún fæddi dóttur sína. Skjáskot/Instagram

„Ég heyrði öskur og hljóp inn til hennar og sá litla barnið og hugsaði „Bíddu nú við, þær eru tvær“,“ sagði Carty. Fæðingin var mikið áfall fyrir þau bæði en stuttu eftir að sú stutta kom í heiminn hætti hún að anda. Carty hringdi í neyðarlínuna og gátu þau endurlífgað dóttur sína á meðan sjúkrabíll var á leiðinni. Þau eyddu svo nokkrum nóttum inni á spítala meðan þær mæðgur jöfnuðu sig. 

Læknar úrskurðuð að þetta hafi verið svokölluð leynileg meðganga (e. cryptic pregnancy) en þá er ómögulegt að greina óléttuna með venjulegum prófum. Mæður uppgötva leynilega meðgöngu ekki fyrr en á 20. viku eða seinna. Í Langmaid tilfelli áttaði hún sig ekki á því að hún væri ólétt fyrr en barnið fæðist. 

Litla fjölskyldan er nú að aðlagast óvæntum breytingum í lífi sínu en Carty tilkynnti fæðingu dóttur þeirra á Instagram 1. nóvember síðastliðinn. „Við viljum deila nýja erfingjanum með ykkur. Isla May kom í heiminn á fimmtudagskvöldið, hún bjó í maga mömmu sinnar í 9 mánuði án þess að láta okkur vita. Eftir virkilega erfiða daga eru móðir og dóttir báðar við góða heilsu og tilbúnar að fara heim.“

View this post on Instagram

We want to share with you our new little family member. Isla May was brought into the world on Tuesday night, she lived in mummy’s tummy for 9 months without letting us know. After an extremely tough few days both mother and daughter are perfectly well and ready to go home. The support of our family and friends is something that we will never be able to thank them enough for. To Erin the courage you have shown is something I didn’t think possible, you are an incredible person and will be an amazing mum. Now after a big week we look forward to life as a little fam with the most gorgeous new little addition and all the great things that come with that! Thanks for all the support it’s been amazing xx love the Carty fam

A post shared by Daniel Carty (@dan_carty) on Nov 1, 2019 at 12:48am PDTmbl.is