„Ég veit að það munu koma erfiðir dagar“

Haukur Örn Birgisson.
Haukur Örn Birgisson. Mynd/GSÍ.

Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður og forseti Golfsambands Íslands, og sambýliskona hans, Guðríður Magndís Guðmundsdóttir, misstu tvíbura í lok október þegar þeir fæddust andvana. Haukur Örn segir frá því í viðtali við Mannlíf að ekkert hafi bent til þess að eitthvað væri að. 

Í viðtalinu kemur fram að ekki sé vitað hvað olli dauða þeirra og bendir á að foreldrar geti ekki búið sig andlega undir áfall sem þetta. 

„Ég veit að það munu koma erfiðir dagar. Jólin eru fram undan, sem eru alltaf tilfinningaþrunginn tími, svo kemur settur fæðingardagur í lok janúar sem verður auðvitað líka erfitt og svo áfram og áfram. Ég held ekki að það sé hægt að gera neinar áætlanir um það hvernig maður kemst í gegnum svona sorgarferli. Ég held mér í þessi orð prestsins sem ég vitnaði til hér áðan og treysti því að ég muni vita hvað ég á að gera þegar ég þarf að gera það. Þessir menn sem ég talaði um áðan, feður sem hafa misst börn og sendu mér pósta og skilaboð eftir pistilinn hafa bent á ýmis ráð, en ég held að hver og einn verði að takast á við þetta með sínum hætti, það er ekki hægt að gefa neina uppskrift að því hvernig á að syrgja. Það er bara hægt að halda áfram, einn dag í einu,“ segir hann í viðtali við Mannlíf. 

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert