Kynþokkafyllstu pabbar í heimi

Kynþokkafullir og góðir feður.
Kynþokkafullir og góðir feður. Samsett mynd

Árlega velur tímaritið People kynþokkafyllstu menn í heimi. Margir af þeim mönnum sem hafa hlotið útnefninguna síðustu ár eru feður. Þeir eru duglegir að segja frá því á samfélagsmiðlum hvernig þeir tækla föðurhlutverkið og tala um börnin sín í fjölmiðlum. 

John Legend

Legend var valinn kynþokkafyllsti maður í heimi á dögunum. Börnin hans Luna og Miles eru honum allt og er Instagram-síða hans uppfull af skemmtilegum fjölskyldumyndum. 

John Legend ásamt börnum sínum Lunu og Miles.
John Legend ásamt börnum sínum Lunu og Miles. skjáskot/Instagram

Idris Elba

Leikarinn, sem var valinn sá kynþokkafyllsti árið 2018, hefur viðurkennt að það að verða vitni að fæðingu barna sinna hafi verið það stærsta og besta í lífi sínu. Hann á börnin Isan og Winston úr fyrri samböndum. Fyrir ári sagði Elba að hann væri mikið í því að faðma og kyssa börnin sín auk þess sem hann segir þeim reglulega að hann elski þau. 

Idris Elba á tvö börn.
Idris Elba á tvö börn. AFP

Dwayne Johnson eða The Rock. 

Leikarinn The Rock var valinn sá kynþokkafyllsti árið 2016 en hann er mjög duglegur að sinna börnum sínum. Þetta vöðvatröll er duglegur að leika við dætur sínar og leyfir þeim meira að segja að mála sig og naglalakka sig. 

The Rock er mjúkur maður þrátt fyrir ásýndina.
The Rock er mjúkur maður þrátt fyrir ásýndina. skjáskot/Instagram

David Beckham

Knattspyrnustjarnan fyrrverandi var valin kynþokkafyllsti maður í heimi árið 2015. Hann á fjögur börn, þrjá stráka og eina stelpu, með eiginkonu sinni, Victoriu Beckham. Hann er duglegur að taka börnin með sér þegar hann bregður sér af bæ og er Instagram hans uppfullt af skemmtilegum fjölskyldumyndum. 

David Beckham með dóttur sinni Harper Seven á fótboltaleik í …
David Beckham með dóttur sinni Harper Seven á fótboltaleik í sumar. AFP

Chris Hemsworth

Thor-leikarinn var valinn kynþokkafyllsti maður ársins árið 2014. Hann á börnin Tristan, Söshu og Indiu og tekur þátt í uppeldinu þrátt fyrir að það sé mikið að gera í Hollwood. Hann fer til dæmis létt með að baka eins og eina risaeðluköku fyrir barnaafmæli. 

Chris Hemsworth er duglegur pabbi sem bakar fyrir afmæli.
Chris Hemsworth er duglegur pabbi sem bakar fyrir afmæli. skjáskot/Instagram

Matthew McConaughey

Leikarinn var valinn kynþokkafyllsti maður í heimi árið 2005. Þá átti hann ekkert barn en í dag á hann þrjú börn. Í viðtali sem tekið var við hann eftir að hann varð faðir sagði hann að karlmenn séu aldrei meiri karlmenn en eftir að þeir eignast ungbarn. 

Matthew McConaughey með fjölskyldu sinni.
Matthew McConaughey með fjölskyldu sinni. AFP

Bradley Cooper

Leikarinn var valinn kynþokkafyllsti maður í heimi nokkrum árum áður en hann eignaðist dótturina Leu De Seine sem er tveggja ára í dag. Hann er virkur í uppeldi dóttur sinnar og sást meðal klæða sig upp eins og gömul kona rétt eins og dóttir hans og sníkja nammi á götum New York í hrekkjavökunni í lok október. 

Bradley Cooper með dóttur sína Leu De Seine Shayk Cooper …
Bradley Cooper með dóttur sína Leu De Seine Shayk Cooper í fanginu. AFP

Ryan Reynolds

Ryan Reynolds var valinn sá kynþokkafyllsti árið 2010. Í dag er hann nýbúinn að eignast þriðja barnið og hefur líklega aldrei fundist hann meira sexí. „Hvað er kynþokkafyllra en maður sem hefur samfarir, býr til börn og lítur svo út eins og það hafi komið á óvart?“ grínaðist Reynolds með. 

Ryan Reynolds með fjölskyldu sinni árið 2016.
Ryan Reynolds með fjölskyldu sinni árið 2016. AFP
mbl.is