Stór mistök að fá sér tvo hvolpa með tvö börn

Charlize Theron á tvö börn og tvo hvolpa.
Charlize Theron á tvö börn og tvo hvolpa. AFP

Leikkonan Charlize Theron segir að börnin sín læri mikið af því að hugsa um hvolpana sem þau fjölskyldan fengu sér nýlega. 

„Við eigum tvo litla hvolpa núna, sem voru mjög stór mistök af minni hálfu, mjög stór, en ég held að á endanum verði þetta góð reynsla,“ sagði leikkonan í viðtali við Us Weekly

Theron á tvö börn sem hún ættleiddi, dótturina Jackson 7 ára og soninn August 4 ára.

„Ég þarf bara komast í gegnum þetta hvolpatímabil, en þau eru mjög hamingjusöm. Þau eiga litlu hundana. Ég held það sé gott. Þetta kennir þeim samkennd og ábyrgð. Þau þurfa að tína upp kúk og gefa þeim að borða á morgnana áður en þau fara í skólarútuna. Þau virðast mjög áhugasöm svo ef þetta gerir þau að betri manneskjum er það gott,“ sagði Theron.

mbl.is