Sonur Beckham nauðalíkur Bieber

Romeo Beckham er 17 ára gamall.
Romeo Beckham er 17 ára gamall. Skjáskot/Instagram

Romeo Beckham, næstelsti sonur David og Victoriu Beckham, þykir nauðalíkur kanadíska söngvaranum Justin Bieber. 

Hinn 17 ára gamli Beckham skellti sér á tennisleik í Bandaríkjunum um helgina þar sem hann klæddist fötum úr nýrri fatalínu Biebers, Drew House. Það er ekki bara fatastíllinn sem er eins hjá þeim Beckham og Bieber heldur þykir Romeo litli einstaklega líkur Bieber. 

Bieber hefur oft sést í svipaðri múnderingu og Beckham klæddist í gær, svörtum langerma bol með broskalli Drew House og með bleika húfukollu.

View this post on Instagram

A post shared by Gt yapmayacaksan uzak dr bbğm (@minnosmagazin) on Nov 17, 2019 at 7:56pm PST


 

mbl.is