Sonur Travolta 56 árum yngri en með sama áhugamál

John Travolta og sonurinn Ben.
John Travolta og sonurinn Ben. Samsett mynd

Hinn 65 ára gamli John Travolta hefur sinnt barnauppeldi síðan árið 1992 með eiginkonu sinni Kelly Preston. Yngsta barn Travolta er sonurinn Ben sem fæddur er árið 2010 en þrátt fyrir 56 ára aldursmun virðast feðgarnir deila sama áhuganum, flugi og flugvélum. 

Grease-stjarnan er þekkt fyrir áhuga sinn á flugvélum. Hann á bæði flugvélar og er með leyfi til þess að fljúga flugvélum. Nýlega birti Travolta mynd af syni sínum ásamt félaga á Instagram þar sem sonurinn situr í flugstjórnaraklefa og virðist nokkuð sáttur með lífið. 

„Ben sonur minn hefur tekið minn stað!“ skrifaði Travolta meðal annars við myndina af syni sínum. 

Travolta og Preston eiga einnig dótturina Ellu Bleu sem er fædd árið 2000 en árið 2009 lést elsti sonur hans, Jett, aðeins 16 ára gamall. 

View this post on Instagram

My son Ben is taking my place! His first A380 @qantas flight

A post shared by John Travolta (@johntravolta) on Nov 9, 2019 at 11:45am PST

mbl.is