Dóttir Bündchen alveg eins og mamma

Gisele Bündchen.
Gisele Bündchen. Skjáskot/Instagram

Sex ára gömul dóttir ofurfyrirsætunnar Gisele Bündchen og ruðningskappans Tom Brady er nauðalík móður sinni. Þetta kemur bersýnilega í ljós á mynd sem aðdáandi Bündchen setti saman. Fyrirsætan lét ánægju sína í ljós með því að endurbirta myndina á Instagram-síðu sinni. 

„Finnst ykkur litla stelpan mín og ég vera líkar?“ skrifaði brasilíska fyrirsætan meðal annars við myndina af sér og hinni sex ára gömlu Vivian Lake. 

Það þarf kannski ekki að undra að eitt af tveimur börnum Bündchen líkist henni en myndin er óneitanlega skemmtileg. Ekki er langt síðan að Bündchen birti samsetta mynd af sér og móður sinni.

„Mamma og ég þegar við vorum ungar. Finnst ykkur við vera líkar?“ Spurði fyrirsætan fylgjendur sína á Instagram í október og birti myndina sem sjá má hér að neðan. 

View this post on Instagram

Mom and I when we were young. Do you think we look alike? #tbt ❤️ Minha mãe e eu quando éramos jovens. Vocês nos acham parecidas?

A post shared by Gisele Bündchen (@gisele) on Oct 17, 2019 at 8:41am PDT

View this post on Instagram

Thank you @giselebundchenonline for doing this. Do you guys think my baby girl and I look alike? 💕 Obrigada @giselebundchenonline por fazer essa montagem. Vocês acham que eu e minha pequena somos parecidas?

A post shared by Gisele Bündchen (@gisele) on Nov 18, 2019 at 8:10am PSTmbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu