Dóttir Bündchen alveg eins og mamma

Gisele Bündchen.
Gisele Bündchen. Skjáskot/Instagram

Sex ára gömul dóttir ofurfyrirsætunnar Gisele Bündchen og ruðningskappans Tom Brady er nauðalík móður sinni. Þetta kemur bersýnilega í ljós á mynd sem aðdáandi Bündchen setti saman. Fyrirsætan lét ánægju sína í ljós með því að endurbirta myndina á Instagram-síðu sinni. 

„Finnst ykkur litla stelpan mín og ég vera líkar?“ skrifaði brasilíska fyrirsætan meðal annars við myndina af sér og hinni sex ára gömlu Vivian Lake. 

Það þarf kannski ekki að undra að eitt af tveimur börnum Bündchen líkist henni en myndin er óneitanlega skemmtileg. Ekki er langt síðan að Bündchen birti samsetta mynd af sér og móður sinni.

„Mamma og ég þegar við vorum ungar. Finnst ykkur við vera líkar?“ Spurði fyrirsætan fylgjendur sína á Instagram í október og birti myndina sem sjá má hér að neðan. mbl.is