Fer með Lúðvík í söngskóla

Lúðvík litli fer í söngtíma með mömmu sinni.
Lúðvík litli fer í söngtíma með mömmu sinni. AFP

Katrín hertogaynja af Cambridge fer með yngsta son sinn Lúðvík í söng- og dansskóla einu sinni í viku. Skólinn sem þau mæðgin sækja heitir Monkey Music og kostar tíminn tæpar 2 þúsund krónur.

Í skólanum koma börn og foreldrar þeirra saman og syngja og dansa en Katrín er sögð taka fullan þátt í tímum með syni sínum. Lúðvík litli er eins og hálfsárs, en hann er fæddur í apríl 2018.

Monkey Music hefur verið starfandi víðsvegar í Bretlandi síðastliðin 23 ár og býður upp á tónlistartíma fyrir krakka á aldrinum 3 mánaða til 4 ára. Einblínt er á söng og hljóðfæri í tímanum. Foreldrar eru hvattir til þess að syngja og dansa með börnum sínum. 

Katrín og Vilhjálmur eru dugleg að láta börnin sín taka þátt í skipulögðum hóptímum en Karlotta litla leggur til dæmis stund á ballett með öðrum börnum í London.

mbl.is