Misstu fóstur í fjórða sinn

James Van Der Beek.
James Van Der Beek. AFP

Dancing With The Stars-stjarnan James van Der Beek og eiginkona hans Kimberly van Der Beek tilkynntu í gær að þau hefðu misst fóstur. 

Van Der Beek-hjónin voru búin að tilkynna um að þeirra sjötta barn væri væntanlegt í apríl á næsta ári. Þau eiga fimm börn fyrir. „Við Kimberly höfum gengið í gegnum verstu martröð sem verðandi foreldrar geta gengið í gegnum. Við misstum barnið. Litla sálin sem við áttum von á stytti sér leið til lífsins sem tekur við,“ sagði James í myndbandi.

„Maður veit aldrei af hverju þessir hlutir gerast, það er það sem ég hef sagt börnunum mínum. Það eina sem maður veit er að þetta þjappar okkur saman, opnar mann upp á gátt og maður kann betur að meta hlutina. Þetta gerir mann mannlegri,“ sagði James.

Þetta er í fjórða skipti sem þau hjónin missa fóstur og hafa þau viljað tala opinskátt um sorgina sem því fylgir.

View this post on Instagram

Wrecked. Devastated. In shock. That’s how we’re feeling right now after the soul we thought were going to welcome into our family in April... has taken a short cut to whatever lies beyond this life. We’ve been through this before, but never this late in the pregnancy, and never accompanied by such a scary, horrific threat to @vanderkimberly and her well-being. Grateful that she’s now recovering, but we’ve only just begun unpacking the layers of this one. Thank you to all of our friends and co-workers (and dance partners) who have shown up for us so beautifully during this time. As many of you have said, “There are no words...” and it’s true. Which is why in a time like this it’s enough to know that you’re there. Grieving AND counting our blessings today.

A post shared by James Van Der Beek (@vanderjames) on Nov 18, 2019 at 6:46pm PST

mbl.is