Ólétt í 12 mánuði í Friends

Rachel Green gekk í rúmlega 12 mánuði með dóttur sína …
Rachel Green gekk í rúmlega 12 mánuði með dóttur sína ef marka má útreikninga aðdáenda Friends. Skjáskot/YouTube

Aðdáendur Friends-þáttanna hafa verið duglegir við að benda á ýmislegt sem stenst ekki skoðun í þáttunum. Það sem hefur vakið hvað mesta athygli að ein sögupersónan var ófrísk í 12 mánuði í þáttunum. 

Rachel Green, sem Jennifer Aniston túlkaði, komst fyrst að því að hún var ólétt í brúðkaupi Monicu Geller og Chandler Bing í lok sjöttu seríu af þáttunum. Brúðkaupið var haldið 15. maí. Þegar líða tók á haustið í áttundu seríu og vinirnir héldu upp á hrekkjavökuna í lok október var ekki farið að sjá á Green að hún væri ólétt, þá gengin um 5 mánuði á leið. 

Í 24. þætti í 7. seríu segir Joey Tribbiani að kvikmynd sem hann lék í ætti að koma út 27. maí árið eftir. Í 22. þætti af 8. seríu kemur svo í ljós að settur dagur hjá Green er viku fyrir frumsýningu kvikmyndarinnar. 

Green gengur svo fram yfir settan dag og eignast dóttur sína Emmu í lok maí eða byrjun júní. Það gerir lengd meðgöngunnar rúmlega heilt ár. 

mbl.is