Börnin fá 100 gjafir hvert

Stacey Rosewarne ætlar að gefa börnum sínum 100 gjafir.
Stacey Rosewarne ætlar að gefa börnum sínum 100 gjafir. Ljósmynd/Pexels

Þriggja barna móðirin Stacey Rosewarne frá Taunton í Bretlandi gefur börnum sínum 100 jólagjafir. Hún byrjaði strax annan í jólum í fyrra að kaupa jólagjafir handa þeim og hefur það sem af er ári eytt um 2.500 pundum í jólagjafir.

Rosewarne reiknar með því að eyða um 4 þúsund pundum í gjafirnar, eða um 636 þúsund íslenskum krónum. Gjafirnar eru ekkert slor heldur merkjavörur á borð við Nike, North Face og Adidas. 

Roseware á þrjú börn, þau Amber 13 ára, Jacob 7 ára og Ebony 6 sex ára. „Ég hef smá áhyggjur af því að allt dótið komist ekki fyrir í herbergjum barnanna, en við lögum vanalega til fyrir jólin til að rýma til,“ sagi Roseware í viðtali við The Sun

„Systur minni finnst ég fara út fyrir öll velsæmismörk. Hún nýtur jólanna en finnst vera hámark hversu margar gjafir þarf að kaupa. Kærastinn minn Darren segir að ég sé ofdekruð þar sem hann var alinn upp öðruvísi, hann fékk bara fimm gjafir. 

Ég var mjög heppin þegar ég var barn, við vorum betur settari. Mamma mín vann mjög mikið og gaf okkur rosalega mikið á jólunum því hún sá okkur ekki jafn mikið,“ sagði Rosewarne. 

„Ég veit að ég dekra börnin mín og margir deila ekki sömu hugmyndum og ég en ég fylgi hefð móður minnar og man alltaf eftir jólunum sem ég eyddi með fjölskyldunni og opnaði gjafir,“ sagði Rosewarne.

Hún segir að móðir hennar hafi unnið gríðarlega mikið og að jólin væru eini tíminn sem hún fékk almennilegt frí með fjölskyldunni sinni.

„Ég legg hart að mér svo ég geti keypt þessar gjafir handa fjölskyldunni minni og mér finnst mjög spennandi að kaupa gjafir,“ sagði Rosewarne.

Það verða rúmlega þrjú hundruð pakkar undir jólatrénu.
Það verða rúmlega þrjú hundruð pakkar undir jólatrénu. Ljósmynd/Pexels
mbl.is