Prumpaði bláu í kynjaveislu

Paige Ginn prumpaði bláu í kynjaveislu.
Paige Ginn prumpaði bláu í kynjaveislu. Skjáskot/Instagram

Sumir gera í því að fara frumlegar og óvenjulegar leiðir til þess að segja frá kyni ófædds barn síns. Líklega hafa þó fáir farið sömu leið og samfélagsmiðlagrínistinn Paige Ginn. Ginn tók upp myndband og setti á Instagram þar sem hún stillti sér upp ber að neðan og prumpað bláum lit. 

Ginn er reyndar ekki ólétt í alvörunni en gerði með þessu góðlátlegt grín að kynjaveislum þar sem fólk leggur oft mikið á sig. Hún fékk einfaldlega hugmyndina að þessari aðferð og fékk vinkonur sínar í lið með sér. Myndbandið hefur síðan farið eins og eldur í sinu á netinu. 

Verðandi foreldrar reyna oft að gera kynjaveisluna eftirminnilega en það verður að teljast ólíklegt að margar óléttar konur muni leika aðferð Ginn eftir. 

View this post on Instagram

Gender Reveal 🍼👶🏻

A post shared by Paige Ginn (@paigeginn) on Nov 11, 2019 at 9:13pm PST



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert