Jólagjafalisti tíu ára stúlku gerir allt vitlaust

Hér má sjá færslu föðursins.
Hér má sjá færslu föðursins. skjáskot/Twitter

Bandarískur faðir greindi frá því að tíu ára gömul dóttir sín væri örugglega klikkuð miðað við það sem hún hefur óskað sér í jólagjafir í ár. Faðirinn tísti óskalistanum og hafa óhóflegar óskir dóttur hans gert allt vitlaust á netinu síðan. 

Á óskalistanum er að finna ýmsa venjulega hluti eins og vekjaraklukku, dúkkudót, föt og skó. Það sem vekur þó meiri furðu eru mjög dýrir hlutir eins og nýr Ipone 11, ný MacBook-tölva, Gucci-inniskór, Chanel-veski og fjögur þúsund dollarar eða hátt í hálf milljón. 

Efnislegum gæðum er misskipt og kemur það oft í ljós á jólunum. Þessi bandaríski faðir virðist þó ekki ætla að kaupa fokdýrar vörur handa tíu ára dóttur sinni og skilur lítið í þessum óhóflegu óskum. 

Óskalistinn er langur.
Óskalistinn er langur. skjáskot/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert