Konunglegu tvíburarnir krefjandi

Foreldrarnir Charlene og Albert II Mónakófursti ásamt tvíburunum Jacques og …
Foreldrarnir Charlene og Albert II Mónakófursti ásamt tvíburunum Jacques og Gabríellu í nóvember 2019. AFP

Charlene prinsessa af Mónakó og eiginkona Alberts II Mónakófursta segir í nýju viðtali að því er fram kemur á vef People að það sé krefjandi að vera tvíburamamma. Tvíburarnir eru að verða fimm ára og heita Jacqu­es og Gabríella. 

Charlane segir tvíburana tala við hvort annað endalaust og rétt eins og önnur börn geti þau verið dónaleg og erfið í samskiptum. Móðir þeirra kvartar þó ekki bara undan börnum sínum sem hún segir að styðji hvort annað sama hvað bjátar á. 

Prinsessan segir þau búa yfir miklum innri styrk sem geri þeim kleift að segja hvað þau eru að hugsa og hvernig þeim líður, sama hverjar aðstæðurnar eru. Segir hún að börnin séu hvött til þess að tjá sig sama hvað er en Jacqu­es og Gabríella tala ensku heima hjá sér og frönsku í skólanum. 

Prinsessan og Mónakófurstinn taka jafnan þátt í foreldrahlutverkinu. Börnin ferðast með þeim báðum og á dögunum fóru börnin með föður sínum til Japan án móður sinnar. Charlene segir Albert II vera einstakan, yndislegan og skemmtilegan föður sem hlustar og hvetur börn sín áfram. Sjálf segist hún taka mikinn þátt í uppeldinu og oft sé foreldrahlutverkið krefjandi en á sama tíma örvandi. 

Charlene prinsessa segir að Albert II fari með börnin í skólann en hún taki við þegar heim er komið. Það er mikið að gera á kvöldin og þegar hún er ein með þau rífast þau um hvort þeirra fái að sofa uppi í hjá mömmu sinni. „Þau elska að koma upp í rúm til okkar, allt í einu erum við með lítið pláss. Þetta er án þess að telja hundana okkar tvo með, Poppy og Harle.“ 

Gabrí­ella kom tveim­ur mín­út­um á und­an bróður sín­um í heim­inn í desember árið 2014 en Jacqu­es mun þó taka við krún­unni á und­an henni þar sem hann er dreng­ur. 

Jacques prins mun taka við krúnunni af föður sínum Alberti.
Jacques prins mun taka við krúnunni af föður sínum Alberti. AFP
mbl.is