Ólétt og reykir kannabis daglega

Sammy Warner er gengin 11 vikur með annað barn sitt …
Sammy Warner er gengin 11 vikur með annað barn sitt og reykir kannabis daglega. Wikipedia

Hin 30 ára Sammy Warnes er gengin 11 vikur með sitt annað barn og reykir kannabis daglega. Hún segist gera það til þess að sporna við morgunógleði en hún þjáist af alvarlegasta formi morgunógleði, hyp­eremes­is gra­vi­d­ar­um.

Læknar hafa varað Warnes við að hætta sé á að kannabisreykingarnar hafi alvarlegar afleiðingar á ófætt barn hennar en henni verður ekki haggað. 

Hún upplifði hræðilega morgunógleði þegar hún gekk með dóttur sína, Arabellu, sem er nú 3 ára. Henni voru gefin lyf á þeirri meðgöngu til að sporna við ógleðinni, en Warner segir að þau hafi haft slæm áhrif á barnið og virkaði ekki nógu vel. 

Eftir margar svefnlausar nætur á fyrstu meðgöngunni prófaði hún að taka nokkra smóka af kannabisi. Það virkaði og eftir 25 vikna meðgöngu hvarf morgunógleðin. Þegar hún komst að því að hún væri ólétt í annað skipti ákvað hún að halda reykingunum áfram.

Rannsóknir á áhrifum kannabisreykinga á fóstur eru takmarkaðar en niðurstöður þeirra benda til þess að þær auka líkurnar á að barnið fæðist andvana, sé of létt eða fæðist fyrir tíma. Læknar mæla ekki með þessari aðferð til þess að slá á morgunógleðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert