Stál í stál í forræðisdeilum Tatum og Dewan

Channing Tatum og Jenna Dewan þegar allt lék í lyndi.
Channing Tatum og Jenna Dewan þegar allt lék í lyndi. AFP

Erfiðlega gengur hjá leikurunum Channing Tatum og Jennu Dewan að koma sér saman um forræði. Það gengur svo erfiðlega að Tatum hefur óskað eftir því að dómari fari yfir málin með þeim og skipuleggi stórhátíðirnar fram undan með þeim. 

Tatum og Dewan skildu eftir níu ára hjónaband í fyrra. Saman eiga þau dótturina Everly, sem er 6 ára.

Samkvæmt heimildum TMZ kom það flatt upp á Dewan að fyrrverandi eiginmaður hennar hafi ákveðið að fara þessa leið. Þau hafi verið búin að koma sér upp skipulagi fyrir hátíðirnar og því skilji hún ekki af hverju dómari ætti að fara yfir það.

Þá hefur verið mikið samskiptaleysi á milli Tatum og Dewan. Samkvæmt núgildandi samkomulagi má foreldrið sem er ekki með Everly hverju sinni, hringja á FaceTime einu sinni á dag. Samkvæmt heimildum TMZ hafa þau bæði brotið það og foreldrið sem er með hana hverju sinni bannað FaceTime-samtöl. 

mbl.is