Dætur Obama fullorðnar á nýrri fjölskyldumynd

Michelle Obama birti nýja mynd af fjölskyldunni á samfélagsmiðlum.
Michelle Obama birti nýja mynd af fjölskyldunni á samfélagsmiðlum. Skjáskot/Instagram

Dætur Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, eru greinilega orðnar fullorðnar konur. Móðir þeirra, Michelle Obama, birti mynd af sér og eiginmanni sínum ásamt dætrum þeirra þeim Maliu og Söshu í tilefni af þakkargjörðarhátíðinni. 

„Frá okkar fjölskyldu til ykkar,“ skrifaði forsetafrúin fyrrverandi og óskaði fólki gleðilegrar þakkargjörðarhátíðar á samfélagsmiðlum sínum. 

Á myndinni sem tekin var í vor má sjá dæturnar tvær sem ólust upp í Hvíta húsinu. Þær eru nú báðar byrjaðar í háskóla og því fluttar að heiman. Malia er fædd árið 1998 en yngri systir hennar, Sasha, er fædd árið 2001. 

View this post on Instagram

From our family to yours, #HappyThanksgiving!

A post shared by Michelle Obama (@michelleobama) on Nov 27, 2019 at 2:29pm PST

mbl.is