Í fitusog sex vikum eftir fæðingu

Amber Rose vill komast í sitt gamla form aftur.
Amber Rose vill komast í sitt gamla form aftur. AFP

Fyrirsætan Amber Rose eignaðist sitt annað barn í október. Hún greindi frá því í myndskeiði á samfélagsmiðlum í vikunni að hún væri stödd hjá lýtalækni sem ætlaði meðal annars að losa hana við barnafituna, tæpum sex vikum eftir fæðingu. 

„Hann ætlar að soga alla barnafituna af maganum mínum,“ sagði Rose meðal annars um það sem lýtalæknirinn ætlaði að gera við hana. 

Rose sem er 36 ára getur greinilega ekki beðið eftir að komast í sitt fyrra form. Hún eignaðist son í október með kærasta sínum Alexander „AE“ Edwards en fyrir átti hún sex ára son með fyrrverandi kærasta sínum, rapparanum Wiz Khalifa. 

Á meðan það hefur líklega aldrei verið vinsælla að elska líkama sinn eins og hann er hverju sinni virðist Rose ekki tilbúin til þess. Hún vakti til að mynda athygli í sumar fyrir að auglýsa megrunarte fyrir óléttar konur þegar hún var sjálf ólétt. 

mbl.is