Katie Holmes sýnir mömmumagann

Katie Holmes er hrædd við að sýna líkama sinn.
Katie Holmes er hrædd við að sýna líkama sinn. AFP

Hollywood-leikkonan Katie Holmes eignaðist dóttur sína Suri fyrir rúmlega 13 árum með Tom Cruise og ber líkami hennar merki þess. Holmes er óhrædd við að sýna magann eins og hann er á Instagram.

Á fyrstu myndinni sést lítið í húð Holmes en þegar flett er til hliðar má sjá svarthvíta mynd af Holmes þar sem hún stendur stolt með hendur á mjöðmum. Sést meðal annars glitta í slit á maganum og er augljóst að líkami Holmes hefur gengið með barn. 

„Svo djarft!! Ég elska hvernig þú sýnir stríðsmerki óléttu. Áfram þú stelpa!!!,“ skrifaði einn aðdáandi. 

„Elska hversu falleg og náttúruleg þú ert með líkama þinn. Þú ert ekki hrædd við að sýna líkama þinn akkúrat eins og hann er,“ skrifaði enn annar aðdáandi.

View this post on Instagram

#bts @vogueaustralia 💕💕💕 it is wonderful to be working today with such amazing women!

A post shared by Katie Holmes (@katieholmes212) on Nov 17, 2019 at 7:26pm PSTmbl.is