Katrín fylgdist með störfum ljósmæðra

Katrín fylgdist með störfum ljósmæðra og fæðingarlækna.
Katrín fylgdist með störfum ljósmæðra og fæðingarlækna. AFP

Katrín hertogaynja af Cambridge fylgdist með störfum ljósmæðra og fæðingarlækna tvo daga í þessari viku. Katrín fylgdist með störfum á Kingston-fæðingarsjúkrahúsinu í London. 

Dvölin á sjúkrahúsinu var hluti af verkefninu hennar Early Years sem miðar að því að skoða betur hvaða áhrif fyrstu fimm árin í lífi fólks hafa. Ekki var tilkynnt um „starfsnám“ Katrínar fyrir fram heldur kemur það fram í vefdagbók konungsfjölskyldunnar.

Katrín á sjálf þrjú börn, þau Georg, Karlottu og Lúðvík. Mörg þeirra verkefna sem Katrín hefur á sínum snærum snúa að velferð barna og hefur hún lagt mikið kapp á að bæta aðstöðu barna í Bretlandi. 

Fyrr í haust kynnti hún sér East Anglia's-barnaspítalann, þar sem langveik börn og ungt fólk dvelur. Hún er verndari barnaspítalans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert