Berar sig með barn í maganum

Ashley Graham á von á barni eftir áramót.
Ashley Graham á von á barni eftir áramót. AFP

Ashley Graham á von á barni fljótlega eftir áramót. Graham er ein frægasta fyrirsæta í heimi á meðal svokallaðra „stærri fyrirsæta“ og afskaplega ánægð með líkama sinn eins og hann er. Hún sýndi líkama sinn í vikunni með því að birta mynd af sér á Instagram eftir þakkargjörðarmáltíð í Bandaríkjunum.

Graham sem er 32 ára og á von á sínu fyrsta barni birtispeglasjálfu af sér áður en hún fór að sofa á fimmtudaginn.Graham var ekki að fela neitt hvorki slit né appelsínuhúð en hélt með annarri hendinni utan um brjóst sín eins og hún gat. 

Ashley Graham á von á barni og það fer ekki …
Ashley Graham á von á barni og það fer ekki fram hjá aðdáendum hennar á Instagram. Skjáskot/Instagram

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Graham lofsamar breytingarnar á líkama sínum á þennan hátt en hún gerði það einnig í ágúst stuttu eftir að hún greindi frá óléttunni. 

mbl.is