Nóg til hjá hinni 15 ára gömlu Brown

Millie Bobby Brown.
Millie Bobby Brown. AFP

Leikkonan Millie Bobby Brown landaði nýlega hlutverki í kvikmynd um litlu systur Sherlock Holmes og hljóðar samningurinn upp á 6 milljónir Bandaríkjadala eða rúmar 738 milljónir íslenskra króna. 

Brown mun fara með hlutverk Enolu Holmes, litlu systur einkaspæjarans Sherlock Holmes. Enola hin unga fer troðnar slóðir bróður síns í kvikmyndinni og gerist sjálf einkaspæjari. Hún getur grætt enn frekar á kvikmyndinni ef hún slær í gegn. Allt að 800 þúsund Bandaríkjadalir eru í boði fyrir hana í bónus.

Ef svo verður gerð framhaldsmynd af Sherlock-kvikmyndinni gæti hún átt von á samningi upp á 7,5 milljónir Bandaríkjadala. Leikarinn Henry Cavill fer með hlutverk Sherlock Holmes og Helena Bonham Carter fer með hlutverk frú Holmes.

Brown hefur gert garðinn frægan í Netflix-þáttunum Stranger Things. Hún hefur grætt á tá og fingri árin 6 sem hún hefur verið í bransanum. Auðæfi hennar voru síðast metin á 4 milljónir Bandaríkjadala en líklegt er að endurreikna þurfi auðæfi hennar eftir þessa kvikmynd.

mbl.is