Foreldri vill gefa börnunum gamla iPada í jólagjöf

Má gefa börnum gjafir sem þau hafa áður fengið sem …
Má gefa börnum gjafir sem þau hafa áður fengið sem gjöf? mbl.is/Colourbox.dk

Jólin nálgast með tilheyrandi pakkaflóði. Foreldri sem er ekki með of mikið á milli handanna þessi jólin viðraði þá hugmynd á Reddit að gefa börnunum sínum sömu spjaldtölvur í jólagjöf og voru teknar af þeim í sumar. 

Foreldrið gerði spjaldtölvurnar upptækar í sumar þar sem börnin, sex og sjö ára, höfðu hegðað sér illa. „Ég missti mig einn daginn og tók iPadana þeirra, sagði þeim að þeir hefðu verið seldir,“ skrifaði foreldrið og sagðist hafa pakkað spjaldtölvunum niður í upprunalegu umbúðirnar ásamt aukahlutum. Einhverra hluta vegna gat foreldrið þó ekki selt spjaldtölvurnar og þar sem börnin hafa hegðað sér svo vel vill foreldrið gefa börnunum spjaldtölvurnar aftur. 

Þar sem jólin nálgast og ekki of mikið af peningum til þetta árið á heimilinu spyr foreldrið aðra netverja hvort að það sé asnalegt að gefa þeim gömlu iPadana aftur. Kaupa bara ný hulstur og endurgefa þeim iPadana. 

Fjöldi fólks hefur tjáð sig um málið. Sumum finnst þetta góð hugmynd og mæla jafnvel með því að skilaboðum verði komið áleiðis til jólasveinsins þannig að jólasveinninn geti gefið börnunum iPadana aftur.

Einnig tjáir fólk skoðun sína sem er ekki ánægt með hugmyndina. Finnst þeim að foreldrið þurfi að útskýra af hverju börnin eigi skilið að fá iPadana aftur. Sumum finnst ekki í lagi að ljúga að börnunum og sex og sjó ára gömul börn séu of ung fyrir tæki eins og spjaldtölvur. 

Hvað myndir þú gera?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert