Sonurinn með gervineglur á fjölskyldumyndinni

Dwayne Wade, Gabrielle Union, Kaavia og Zion á þakkargjörðarhátíðinni.
Dwayne Wade, Gabrielle Union, Kaavia og Zion á þakkargjörðarhátíðinni. skjáskot/Instagram

Gervineglur Zion, sonar körfuboltamannsins Dwayne Wade, hafa vakið mikla athygli eftir að Wade birti fjölskyldumynd af sér, eiginkonu sinni Gabrielle Union, dóttur þeirra Kaaviu og Zion. Margir hafa gagnrýnt neglurnar og segja að strákar eigi ekki að vera með gervineglur. 

Wade hefur varið þá ákvörðun sonar síns og skrifaði í færslu á Twitter að fjölskyldan styddi hvert annað með stolti, ást og brosi. 

„Ég hef séð nokkurt hatur nú eftir þakkargjörðarhátíðina út af fjölskyldumyndinni minni. Heimska er hluti af þessum heimi sem við búum í, svo ég skil það. En málið er að ég hef verið valinn til að leiða fjölskyldu mína, ekki þið öll. Þannig að við ætlum að halda áfram að vera við og styðja hvert annað með stolti, ást og brosum,“ skrifaði körfuboltamaðurinn á Twitter. 

Wade á þrjá syni úr fyrri samböndum, þá Zion, Zaire og Xavier. Hann og núverandi eiginkona hans, Gabrielle Union, eiga svo dótturina Kaaviu sem er rúmlega eins árs. 

Í svari á Twitter bætti hann svo við að það væri hans eina markmið sem foreldri að börn hans fyndu fyrir því að hann sæi þau eins og þau eru, elskaði þau og styddi þau. mbl.is