Beckham-hjónin láta skíra börnin um jólin

David og Victoria Beckham eiga fjögur börn.
David og Victoria Beckham eiga fjögur börn. Skjáskot/Instagram

Beckham-hjónin, David og Victoria Beckham, eru sögð ætla að láta skíra tvö yngri börn sín um jólin. Búið er að skíra eldri drengina Brooklyn og Romeo en enn á eftir að skíra yngri börnin tvö þau Cruz og Harper.

„Þeim finnst jólin vera fullkomin fyrir skírnarveislu,“ segir heimildarmaður The Sun. Eru hjónin sögð ætla að bjóða vinum sínum í góða veislu og er gestum sagt að koma í fínum fötum. 

Tónlistarmaðurinn Elton John er guðfaðir Brooklyn sem er tvítugur og Romeo sem er 17 ára. John mun ekki verða guðfaðir yngri barnanna. Mun leikstjórinn Guy Ritchie verða guðfaðir Cruz sem er 14 ára en Eva Longoria og systir Victoriu Beckham, Louise, verða guðmæður Harper sem er átta ára. 

Talið er að veislan muni fara fram á sveitasetri Beckham-hjónanna á Englandi. Leikkonan Liv Tyler mun líklega láta sjá sig sem og Elton John og eiginmaður hans David Furnish. 

mbl.is