Dóttir Steinunnar Ólínu og Stefáns Karls slær í gegn

Júlía Stefánsdóttir söng Heyr mína bæn.
Júlía Stefánsdóttir söng Heyr mína bæn.

Eplið fellur sjaldan langt fá eikinni en hin 12 ára Júlía Stefánsdóttir sló í gegn með söng sínum í leitinni að Jólastjörnu Björgvins Halldórssonar í Sjónvarpi Símans. Júlía er dóttir leikkonunnar Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og Stefáns Karls heitins Stefánssonar. 

Júlía söng lagið Heyr mína bæn og fylgdist móðir hennar stolt með baksviðs. Söngkonan Birgitta Haukdal var ánægð með flutning Júlíu og hrósaði henni sérstaklega fyrir hversu tónviss hún var.

Í meðfylgjandi frétt má sjá hluta af flutningi Júlíu. 

Steinunn Ólína horfði stolt á dóttur sína baksviðs.
Steinunn Ólína horfði stolt á dóttur sína baksviðs.

Tólf ung­ir söngsnill­ing­ar voru valdir til þess að koma fyrir fram­an dóm­nefnd í Leitinni að jólastjörnunni 2019 í Sjón­varpi Sím­ans Premium. Sig­ur­veg­ar­inn mun svo standa á sviðinu á stór­tón­leik­un­um Jóla­gest­ir Björg­vins í Hörpu. 

mbl.is