Prinsessan sögð vilja eignast barn fljótlega

Beatrice prinsessa er sögð vilja eignast barn þegar hún hefur …
Beatrice prinsessa er sögð vilja eignast barn þegar hún hefur gengið í hjónaband. mbl.is/AFP PHOTO / BUCKINGHAM PALACE / PRINCESS EUGENIE

Hin nýtrúlofaða Breatrice prinsessa er sögð vilja eignast barn fljótlega eftir brúðkaupið. Beatrice og Edo­ar­do Map­elli Mozzi trúlofuðu sig í september síðastliðnum en hann á tveggja ára gamlan son fyrir. 

Prinsessan og sonur Mozzi, Christoph­er Woolf, eru sögð hinir mestu mátar. Beatrice verður, eftir brúðkaupið, fyrsta stjúpmamman í sögu bresku konungsfjölskyldunnar. 

Beatrice og Mozzi hafa ekki ákveðið hvenær brúðkaupið þeirra verður. Þá hafa þau heldur ekki haldið svokallaða trúlofunarveislu. Samkvæmt heimildum The Sun verður trúlofunarveislan haldin 18. desember og hafa vinir og fjölskylda fengið boð um að taka daginn frá. Beatrice var hins vegar beðin um að halda tilkynningunni leyndri fram yfir kosningar í Bretlandi, en kosið verður 12. desember. 

Fréttaflutningur af afglöpum Andrésar prins, föður Beatrice, skyggir án efa á brúðkaupið. Talið er að brúðkaupið verði næsta sumar, en verði langt frá því eins glæsilegt og brúðkaup systur hennar Eugene í október í fyrra. Andrés prins hætti að sinna opinberum skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna vegna tengsla sinna við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert