Heitt appelsínu jólasúkkulaði sem börnin elska

Ljósmynd/Unsplash

Ekkert er jólalegra en heitt súkkulaði með rjóma. Til eru alls konar uppskriftir að dýrindis súkkulaðidrykkjum. Sumir eru á því að heitur súkkulaðiappelsínudrykkur sé sá allra besti. 

Það er auðvelt að gera heitt súkkulaði og má nota alls konar krydd til að þróa skemmtilegar uppskriftir. Í þessa uppskrift, sem er afar einföld, þarf einungis mjólk, suðusúkkulaði, appelsínusúkkulaði, negul, salt og rjóma.

Appelsínusúkkulaði

½ l mjólk

50 g suðusúkkulaði

50 g appelsínusúkkulaði

1/8 tsk. negull

1/3 tsk. salt

þeyttur rjómi

Mjólk og súkkulaði sett í pott. Kryddi blandað út í. Gott er að láta drykkinn sjóða í tvær mínútur áður en honum er hellt í bolla. Þá er þeyttur rjómi settur ofan á. Magn eftir smekk.

Gaman er að skreyta með sykurpúðum eða fínt skornu súkkulaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert