Klikkaður að eiga tíu börn

Eddie Murphy er ánægður með öll tíu börnin.
Eddie Murphy er ánægður með öll tíu börnin. Skjáskot/Youtube

Yngsta barn Eddie Murphy varð nýlega eins árs á meðan það elsta er þrítugt en grínleikarinn á alls tíu börn. Murphy sagðist í spjallþætti Ellenar DeGeneres á dögunum vera ánægður með barnafjöldann þrátt fyrir að fá blendin viðbrögð frá fólki í kringum sig. 

Murphy segir að hann fái mismunandi viðbrögð frá kynjunum. 

„Hann er klikkaður,“ segir Murphy að karlmenn hugsi þegar þeir horfi á hann. Telur hann að þeir séu að pæla hversu mikið það kostar að ala upp tíu börn. 

Grínleikarinn segist fá jákvæðari viðbrögð frá konum og telur að þær hugsi eitthvað á þá leið að það sé eitthvað kynþokkafullt við að eiga svona mörg börn. „Eddie Murphy er að gera sitt,“ segir hann þær meðal annars hugsa. 

Murphy er mikill fjölskyldumaður og til þess að bæta ofan á barnalánið varð hann afi í fyrsta sinn nýlega.  mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu